
Fótbolti
Nistelrooy fór hamförum

Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy minnti rækilega á sig í dag þegar hann skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-1 útisigri liðsins á Osasuna í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin gefa reyndar ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn í Osasuna höfðu lengst af í fullu tré við risana í Madrid, en segja má að Ruud Van Nistelrooy hafi riðið baggamuninn með markaveislu sinni.