
Fótbolti
Gravesen skoraði þrennu

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen fór á kostum í dag þegar Glasgow Celtic lagði St. Mirren auðveldlega 3-1 á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. Gravesen skoraði þrennu fyrir liðið, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leik Íslendinga og Dana í undankeppni EM í haust. Celtic er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.