Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi 13. nóvember 2006 17:20 Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju. Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju.
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira