Áttunda nóvember síðastliðinn lauk tveggja vikna ljósmæðurnámskeiði sem íslenskar ljósmæður héldu en námskeiðið var haldið í Afganistan.
Námskeiðið var sótt af 40 ljósmæðrum, sem starfa í nágrenni Chagcharan sem er höfuðborg Ghowr héraðsins. Á meðal þess sem var tekið fyrir voru kynsjúkdómar, ólétta, fósturmissir og hvernig skal huga að næringu fyrir óléttar konur sem og þær sem hafa barn á brjósti.
Ein stærsta áskorun Afganistans er heilsugæsluþjónusta þar í landi en hún er rústir einar eftir átök undanfarinna ára. Námskeiðið mun því stuðla að bættum hag kvenna í landinu og vonandi lækka hlutfall dauðsfallra í fæðingu, en það er eitt það hæsta í heiminum í dag. Ghowr héraðið mun hagnast sérstaklega á þessari fræðslu þar sem um 71% húsa eru í tólf klukkutíma fjarlægð frá heilsugæslustöð.
Verkefnið var meðal annars á vegum íslensku friðargæslunnar.