Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála 13. nóvember 2006 18:25 Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann." Fréttir Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann."
Fréttir Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira