
Fótbolti
Hugo Sanchez tekinn við landsliði Mexíkó

Mexíkóska knattspyrnugoðsögnin Hugo Sanchez hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkóa eftir að Ricardo La Volpe sagði af sér eftir HM í sumar. Sanchez er almennt álitinn besti knattspyrnumaður í sögu Mexíkó og skoraði 164 mörk í 240 leikjum fyrir Real Madrid á níunda áratugnum - þegar liðið vann m.a. fimm meistaratitla í röð.