Þrír Íslendingar eru í eldlínunni í leik Reading og Charlton í ensku úrvalsdeildinni sem er nýhafinn. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum. Hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson í byrjunarliðinu.
Staðan í leiknum er orðin 1-0, Reading í vil, en það var Ki-Hyeon Seol sem skoraði markið á 18. mínútu.
Þótt að fyrri hálfleikur sé aðeins rétt hálfnaður í leikjum dagsins hafa þrjú mörk litið dagsins ljós. Keith Gillespie hefur óvænt komið Sheffield United yfir gegn Man. Utd. á heimavelli sínum og þá er Geremi búinn að skora fyrir Chelsea gegn West Ham.