Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári.
Man. Utd. er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Chelsea, og segir Ronaldo að leikmenn liðsins hafi mikla trú á því að núverandi tímabil verði þeim hliðhollt.
"Trúin fleytir manni langt og við trúum því allir að við getum unnið stóru keppnirnar í ár. Það er alls ekki óraunhæft," segir Ronaldo.
"Það þarf ekki annað en að sjá hvernig við höfum verið að spila á tímabilinu. Andinn og leikgleðin er sú sama og hefur verið hjá meistaraliðum Man. Utd. síðustu ár. Á síðasta ári spiluðum við upp á annað sæti deildarinnar. Nú erum við sannfærðir um að við getum orðið meistarar. Hugarfarið er öðruvísi í ár," segir Ronaldo.