Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag.
Sörensen átti frábæran dag og bjargaði Aston Villa nokkrum sinnum í leiknum með magnaðri markvörslu en Wigan var mun sterkari aðilinn á heimavelli sínum.
"Þetta var stórkostleg markvarsla og það sem gerir hana enn merkilegri er að hún átti sér stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsta snerting hans í leiknum og sýnir hversu mikilvægt það er að vera tilbúinn í allar 90 mínúurnar," sagði O´Neill eftir leikinn.