Eiði Smára líkt við Romario 20. nóvember 2006 09:15 Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skora annað mark sitt gegn Mallorca í gær. Yfirvegunin sem hann sýndi í markinu þykir minna á Romario, lifandi goðsögn hjá Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær. Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær.
Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira