Samtök knattspyrnustjóra á Englandi hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnar úrvalsdeildarinnar að veita Gareth Southgate undanþágu til að stýra liði Middlesbrough út leiktíðina án þess að hafa til þess tilskilin réttindi.
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þarna sé verið að gera upp á milli knattspyrnustjóra sem sumir eyði miklum fjármunum úr eigin vasa til að verða sér út um réttindi til að uppfylla skilyrði til þjálfunar. Samtökin hafa einnig mótmælt undanþágunni sem Glenn Roeder hjá Newcastle var veitt á sínum tíma.