
Enski boltinn
Wayne Bridge framlengir við Chelsea

Enski varnarmaðurinn Wayne Bridge hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár. Bridge er 23 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2003. Hann nýtti sér meiðsli Asley Cole til hins ítrasta í haust og hefur staðið sig ágætlega í þeim sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Bridge eignaðist lítinn dreng með unnustu sinni fyrir aðeins nokkrum dögum.