Rooney framlengir samning sinn við United

Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum.