
Enski boltinn
Tottenham yfir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16.