Man Utd og Chelsea skildu jöfn í dagNordicPhotos/GettyImages
Manchester United og Chelsea skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag. Louis Saha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með góðu langskoti, en Ricardo Carvalho jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik þegar Englandsmeistararnir náðu að jafna með miklu harðfylgi. Forskot United er því enn þrjú stig á toppi deildarinnar.