Raul tryggði Real mikilvægan sigur

Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri.