Halda óbreyttum réttindum í tvö ár 27. nóvember 2006 12:26 MYND/GVA Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Enn er tekist á um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri kom fyrir menntamálanefnd í morgun, en meirihluti nefndarinnar vill nú ræða að setja takmarkanir á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir málið enn í vinnslu og verða rætt á vettvangi nefndarinnar á morgun og á miðvikudag. Sigurður Kári segir jafnframt að engar ákvarðarnir hafi verið teknar varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári kannast ekki við að það sé ágreiningur milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um málið. Aðspurður hvort það séu framsóknarmenn sem setji fram körfur um að RÚV verði settar hömlur á auglýsingamarkaði segir Sigurður Kári svo ekki vera heldur sé það innan beggja flokka. Flokkarnir tveir hafi hingað til verið samstíga inni í nefndinni. Össur Skarphéðinsson, varamaður í menntamálaefnd, segir það alveg skoðunar virði að kanna það hvort setja eigi hömlur á RÚV á auglýsingamarkaði. Hann vilji hins vegar sjá tillögur þar að lútandi en þær hafi ekki litið dagsins ljós. Svo virðist sem þetta sé sett fram í einhverri taugaveiklun á allra síðustu metrunum. Eitt af stóru málunum sem þarf að afgreiða í frumvarpinu um RÚV eru málefni starfsmanna og lífeyrisréttindi þeirra. Össur segir alveg ljóst eftir yfirferð málsins með útvarpsstjóra að réttindamál starfsmanna séu í uppnámi. Það sé verið að bjóða óbreytt réttindi næstu tvö ár en eftir það sýnist honum sem lífeyrisréttindi séu undir hæl útvarpsstjóra eða þeirra sem stjórna útvarpinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Enn er tekist á um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri kom fyrir menntamálanefnd í morgun, en meirihluti nefndarinnar vill nú ræða að setja takmarkanir á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir málið enn í vinnslu og verða rætt á vettvangi nefndarinnar á morgun og á miðvikudag. Sigurður Kári segir jafnframt að engar ákvarðarnir hafi verið teknar varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári kannast ekki við að það sé ágreiningur milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um málið. Aðspurður hvort það séu framsóknarmenn sem setji fram körfur um að RÚV verði settar hömlur á auglýsingamarkaði segir Sigurður Kári svo ekki vera heldur sé það innan beggja flokka. Flokkarnir tveir hafi hingað til verið samstíga inni í nefndinni. Össur Skarphéðinsson, varamaður í menntamálaefnd, segir það alveg skoðunar virði að kanna það hvort setja eigi hömlur á RÚV á auglýsingamarkaði. Hann vilji hins vegar sjá tillögur þar að lútandi en þær hafi ekki litið dagsins ljós. Svo virðist sem þetta sé sett fram í einhverri taugaveiklun á allra síðustu metrunum. Eitt af stóru málunum sem þarf að afgreiða í frumvarpinu um RÚV eru málefni starfsmanna og lífeyrisréttindi þeirra. Össur segir alveg ljóst eftir yfirferð málsins með útvarpsstjóra að réttindamál starfsmanna séu í uppnámi. Það sé verið að bjóða óbreytt réttindi næstu tvö ár en eftir það sýnist honum sem lífeyrisréttindi séu undir hæl útvarpsstjóra eða þeirra sem stjórna útvarpinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira