
Enski boltinn
Tottenham að fá ungan markvörð

Allt stefnir nú í að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham muni fá enska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland í sínar raðir í janúar. Sunderland fær í staðinn ungverska markvörðinn Martin Fulop og eina milljón punda ef af skiptunum verður, en þau geta ekki klárast formlega fyrr en í janúar.