Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti 29. nóvember 2006 17:02 Andrés Ragnarsson og Magnús Stefánsson undirrita samninginn. MYND/Félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt." Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt."
Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira