Fimm leikir verða á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og þar verða sex efstu liðin í deildinni öll í sviðsljósinu. Efstu liðin, Manchester United og Chelsea, eiga mjög erfiða leiki fyrir höndum.
Manchester United tekur á móti Everton á heimavelli sínum á meðan Englandsmeistarar Chelsea fá það erfiða verkefni að sækja Bolton heim, en Bolton gerði sér lítið fyrir og skellti Arsenal 3-1 á heimavelli sínum um síðustu helgi.
Auk þessa tekur Aston Villa á móti Manchester City, Fulham tekur á móti grönnum sínum í Arsenal og þá verður ekki síður athyglisvert að fylgjast með viðureign Liverpool og Portsmouth á Anfield.