Innlent

Kaup hindruðu ekki samkeppni

Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að kaup skipaþjónustufyrirtækisins O.W. Bunker og Trading A/S í Danmörku á öllu hlutafé Grupo ABC Atlantic Bunker S.L. hindri ekki virka samkeppni og sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa OW á ABC.

Samkeppnisstofnun segir að með vísan til 1. mgr. 17. gr. samkeppnislaga hafi verið lagt mat á hvort samruninn hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist. Athugun hafi leitt í ljós að sé ástæða til að aðhafast ekki vegna kaupanna og vísar til þess að lítill hluti af veltu ABC og OW sé hér á landi. Virðist því ekki vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Þá hafa ekki komið fram önnur atriði sem bendi til þess að samruninn geti raskað samkeppni.

Úrskurður Samkeppnisstofnunar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×