Samtök iðnaðarins segja verulega galla á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um matarskatt. Engin rök séu fyrir því að sætindi og sælgæti beri áfram vörugjöld.
Frumvarpið felur í sér að öll matvæli eru sett í sama þrep virðisaukaskatts og felldur er niður verulegur hluti vörugjalda. Samtökin telja frumvarpið stórt skref í átt að einfaldara skattakerfi en ýmislegt mæli þó á móti því að sætindi og sælgæti beri áfram vörugjöld. Mikið af sælgæti innihaldi til dæmis engan eða lítinn sykur.