Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar 1. desember 2006 16:47 Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. MYND/Vísir Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum." Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum."
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira