Ögmundur Jónasson er með flest atkvæði í fyrsta sæti hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningar í vor eftir að 700 atkvæði hafa verið talin. Forval fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ í dag. Katrín Júlíusdóttir hlaut næstflest atkvæði í fyrsta sæti og Kolbrún Halldórsdóttir var þriðja inn í fyrsta sæti í kjördæmunum þremur. Á kjörskrá voru 1796, klukkan 21:30 var kjörsókn um 60%.
Þegar 700 atkvæði hafa verið talin er staðan svohljóðandi:
Flest atkvæði í fyrsta sæti
Ögmundur Jónasson 552
Katrín Jakobsdóttir 450
Kolbrún Halldórsdóttir 384
næst inn í fyrst sæti
Álfheiður Ingadóttir 185
Flest atkvæði í annað sæti
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 513
Álfheiður Ingadóttir 366
Árni Þór Sigurðsson 294
næstur inn í annað sætið
Gestur Svavarsson 198
Flest atkvæði í þriðja sæti
Gestur Svavarsson 320
Auður Lilja Erlingsdóttir 302
Guðmundur Magnússon 252
næstur inn í þriðja sæti
Paul Nicolov 238
Flest atkvæði í fjórða sæti
Mireya Samper 331
Paul Nicolov 326
Steinunn Þóra Árnadóttir 315
næst inn í fjórða sæti
Andrea Ólafsdóttir 290
Forval Vinstri-grænna er að því leiti óvenjulegt að frambjóðendum verður síðar raðað á þrjá lista, Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi. Vinstri-grænir hafa nú þingmann í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu en engan í Suðvesturkjördæmi, kraganum svokallaða.Ögmundur Jónasson er þingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík suður en Kolbrún Halldórsdóttir í Reykjavík norður. Úrslit úr forvalinu eru leiðbeinandi og eftirleikurinn í höndum kjörstjórnar.