Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða 4. desember 2006 18:27 Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason. Fréttir Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason.
Fréttir Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira