Ungi maðurinn sem mældist á rúmlega 200 kílómetra hraða á Reykjanesbraut fyrir helgi og stakk lögregluna af, hefur loks játað að hafa verið á ferð á umræddum stað og á umræddum tíma.
Hann þrætir hinsvegar enn fyrir að hafa ekið eins hratt og mælingin sýndi. Lögregla hafði upp á honum daginn eftir og lagði auk þess hald á bílinn, sem fanst í vörugeymslu. Við athugun kom í ljós að bíllinn var á svo slitnum dekkjum að hann taldist ekki ökuhæfur. Auk þess var malbikið blautt og þar með hált, þegar hann var mældur, og skyggni var slæmt.-