Fráleit ásökun um óheiðarleika 5. desember 2006 12:05 Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir. Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira