Klinsmann hafnar Bandaríkjamönnum

Jurgen Klinsmann sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann gefur það út að hann ætli ekki að taka við stöðu landsliðsþjálfara bandaríska landsliðsins. Klinsmann átti fund með forráðamönnum knattspyrnusambandsins í gær en ákvað í dag að draga sig út úr viðræðunum og því verður lið Bandaríkjanna án þjálfara fram á nýtt ár.