Atvinnuleysisbætur hækka um 2,9% 1. janúar á næsta ári. Hækkun atvinnuleysisbóta helst í hendur við hækkun launa í landinu almennt. Kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög innan ASÍ og fleiri hækka um launataxta sína um 2,9% þann 1. janúar næstkomandi.
Fullar atvinnuleysisbætur hækka um rúmar 3.000 krónur. Þær eru nú 111.015 krónur en verða 114.234 krónur 1. janúar 2007.