Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu 8. desember 2006 17:24 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum." Fréttir Innlent Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum."
Fréttir Innlent Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira