Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri 10. desember 2006 12:28 Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki.Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt, en framan af hafi þeir talið að kvöldið yrði rólegt. Það hafi hins vegar breyst um kvöldmatarleitið þegar útköll fóru að berast.Helstu verkefnin voru fjúkandi lausamunir, þakkantar og plötur, en töluvert var um að slökkvilið þyrfti að dæla þyrfti vatni út úr íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, í sumum tilfellum þurfti afkastamiklar dælur slökkviliðsins til að koma vatninu út.Björgunarsveitir unnu einnig við að dæla sjó úr bátum við Reykjavíkurhöfn og Bryggjuhverfi, en nokkrir smábátar sukku við bryggju og binda þurfti einkaflugfélar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðursins.Á Kjalarnesi varð veður með versta móti og hvassara en björgunarsveitarmenn höfðu lent í lengi. Þar fauk hálft þak af húsi, gámar og bílar fuku, og segir Jónas nokkra bíla hafa fokið út af á Kjalarnesi.Þá fuku nokkrir bílar út af Suðurlandsvegi við Sandskeið og fljúgandi trampolín skemmdi tvo bíla í Grindavík.Á Ísafirði valt bíll en farþegana þrjá sakaði ekki. Björgunarsveitir á Ísafirði voru kallaðar út til að leita að feðginum sem fóru í akandi frá Ísafirði, en skiluðu sér ekki til Patreksfjarðar. Þau fundust stuttu síðar við Hrafnseyrarheiði þar sem þau sátu föst í bílnum og höfðu ekki komist yfir heiðina vegna veðursins. Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki.Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt, en framan af hafi þeir talið að kvöldið yrði rólegt. Það hafi hins vegar breyst um kvöldmatarleitið þegar útköll fóru að berast.Helstu verkefnin voru fjúkandi lausamunir, þakkantar og plötur, en töluvert var um að slökkvilið þyrfti að dæla þyrfti vatni út úr íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, í sumum tilfellum þurfti afkastamiklar dælur slökkviliðsins til að koma vatninu út.Björgunarsveitir unnu einnig við að dæla sjó úr bátum við Reykjavíkurhöfn og Bryggjuhverfi, en nokkrir smábátar sukku við bryggju og binda þurfti einkaflugfélar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðursins.Á Kjalarnesi varð veður með versta móti og hvassara en björgunarsveitarmenn höfðu lent í lengi. Þar fauk hálft þak af húsi, gámar og bílar fuku, og segir Jónas nokkra bíla hafa fokið út af á Kjalarnesi.Þá fuku nokkrir bílar út af Suðurlandsvegi við Sandskeið og fljúgandi trampolín skemmdi tvo bíla í Grindavík.Á Ísafirði valt bíll en farþegana þrjá sakaði ekki. Björgunarsveitir á Ísafirði voru kallaðar út til að leita að feðginum sem fóru í akandi frá Ísafirði, en skiluðu sér ekki til Patreksfjarðar. Þau fundust stuttu síðar við Hrafnseyrarheiði þar sem þau sátu föst í bílnum og höfðu ekki komist yfir heiðina vegna veðursins.
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira