
Fótbolti
Cisse kátur

Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera kátur eins og lítill drengur yfir því að vera loksins farinn að spila á ný eftir enn eitt fótbrotið. Cisse lagði upp mark fyrir Marseille í gær þegar liðið lagði Monaco í frönsku deildinni en hann hafði þá ekki spilað leik síðan í júní. Cisse er á lánssamningi hjá franska liðinu frá Liverpool.