Arsenal slapp með skrekkinn 10. desember 2006 17:56 Didier Drogba var sjálfum sér til háborinnar skammar með háttalagi sínu í leiknum í dag, en það stóð sem betur fer í skugganum af stórkostlegu marki Michael Essien NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira