Joe Cole úr leik út árið

Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole verður ekki með Chelsea í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Cole hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea í vetur vegna meiðsla og búist er við að hann verði frá æfingum í að minnsta kosti þrjár vikur vegna þessa.