Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot 12. desember 2006 12:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. Maðurinn játaði á sig verknaðinn en hann hafði áður verið dæmdur fyrir sams konar brot og rauf með brotunum nú skilorð. Hins vegar segir dómurinn manninn eiga sér þær veigamiklu málsbætur að hafa frá upphafi gert sér far um að aðstoða við rannsókn málsins og játað brot sín skýlaust fyrir dómi. „Ávallt er lítill vegur að sparka í liggjandi mann. Ákærði er fjölskyldumaður, eignalaus, en stórskuldugur. Þótt fallast megi á með ákæruvaldinu að eigi sé óeðlilegt að dæma ákærða að minnsta kosti til greiðslu fésektar er nemi þrefaldri þeirri skattfjárhæð, sem hann innheimti og stóð ekki lögmælt skil á, sbr. til dæmis hæstaréttardómur 11. maí 2006 í máli nr. 475/2005, verður trauðla séð að slík sektarupphæð hefði meiri varnaðaráhrif, almenn eða sérstök, en ef miðað er við lögbundið lágmark um tvöföldun samkvæmt framansögðu. Mun dómur því miða við umrætt lágmark," segir í dómnum. Þótti hæfileg refsing því níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár auk 29 milljóna króna sektar, en greiði maðurinn ekki fésektina innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu skal hann sæta sjö mánaða fangelsi. Dómsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. Maðurinn játaði á sig verknaðinn en hann hafði áður verið dæmdur fyrir sams konar brot og rauf með brotunum nú skilorð. Hins vegar segir dómurinn manninn eiga sér þær veigamiklu málsbætur að hafa frá upphafi gert sér far um að aðstoða við rannsókn málsins og játað brot sín skýlaust fyrir dómi. „Ávallt er lítill vegur að sparka í liggjandi mann. Ákærði er fjölskyldumaður, eignalaus, en stórskuldugur. Þótt fallast megi á með ákæruvaldinu að eigi sé óeðlilegt að dæma ákærða að minnsta kosti til greiðslu fésektar er nemi þrefaldri þeirri skattfjárhæð, sem hann innheimti og stóð ekki lögmælt skil á, sbr. til dæmis hæstaréttardómur 11. maí 2006 í máli nr. 475/2005, verður trauðla séð að slík sektarupphæð hefði meiri varnaðaráhrif, almenn eða sérstök, en ef miðað er við lögbundið lágmark um tvöföldun samkvæmt framansögðu. Mun dómur því miða við umrætt lágmark," segir í dómnum. Þótti hæfileg refsing því níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár auk 29 milljóna króna sektar, en greiði maðurinn ekki fésektina innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu skal hann sæta sjö mánaða fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira