Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi 12. desember 2006 17:30 Shevchenko á ekki sjö dagana sæla á Englandi í vetur NordicPhotos/GettyImages Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. Shevchenko hefur skoraði 4 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum með Chelsea í vetur eftir að hafa verið einn besti - ef ekki besti - framherji heimsins undanfarinn áratug. Cascarino spilaði á sínum tíma í nær tvo áratugi á Englandi og í Frakklandi og hann segir að Shevchenko sé í mjög vondum málum. "Ég er viss um að Shevchenko nær aldrei að sýna sitt rétta andlit á Englandi og ég hef trú á því að stærsta vandamál hans sé á andlega sviðinu. Mér sýnist hann hreinlega vanta allt sjálfstraust og það hefur sýnt sig að það getur komið fyrir þá bestu eins og aðra. Hann er eins og lítill og hræddur strákur úti á vellinum og sjálfstraust hans er í molum - nokkuð sem maður á ekki von á að sjá frá slíkum leikmanni. Það hefur reynst honum erfitt að fóta sig á Englandi og það er auðvitað hægt að koma upp með góðar afsakanir fyrir hann - en mergurinn málsins er sá að væntingarnar til hans verða alltaf gríðarlegar. Ekki bara frá okkur, heldur einnig frá honum sjálfum - og því lengur sem það viðgengst, því erfiðara verður allt fyrir hann. Það er gríðarlega erfitt að rífa sig upp þegar mótlætið hefur verið svona mikið svona lengi og bara fyrir nokkrum dögum var Mourinho knattspyrnustjóri að lýsa því yfir að Shevchenko væri ekki einn af þeim leikmönnum sem hann telji ósnertanlega í hóp sínum. Hvernig haldið þið að hann bregðist við þessu?" sagði Cascarino í samtali við vef Eurosport. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. Shevchenko hefur skoraði 4 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum með Chelsea í vetur eftir að hafa verið einn besti - ef ekki besti - framherji heimsins undanfarinn áratug. Cascarino spilaði á sínum tíma í nær tvo áratugi á Englandi og í Frakklandi og hann segir að Shevchenko sé í mjög vondum málum. "Ég er viss um að Shevchenko nær aldrei að sýna sitt rétta andlit á Englandi og ég hef trú á því að stærsta vandamál hans sé á andlega sviðinu. Mér sýnist hann hreinlega vanta allt sjálfstraust og það hefur sýnt sig að það getur komið fyrir þá bestu eins og aðra. Hann er eins og lítill og hræddur strákur úti á vellinum og sjálfstraust hans er í molum - nokkuð sem maður á ekki von á að sjá frá slíkum leikmanni. Það hefur reynst honum erfitt að fóta sig á Englandi og það er auðvitað hægt að koma upp með góðar afsakanir fyrir hann - en mergurinn málsins er sá að væntingarnar til hans verða alltaf gríðarlegar. Ekki bara frá okkur, heldur einnig frá honum sjálfum - og því lengur sem það viðgengst, því erfiðara verður allt fyrir hann. Það er gríðarlega erfitt að rífa sig upp þegar mótlætið hefur verið svona mikið svona lengi og bara fyrir nokkrum dögum var Mourinho knattspyrnustjóri að lýsa því yfir að Shevchenko væri ekki einn af þeim leikmönnum sem hann telji ósnertanlega í hóp sínum. Hvernig haldið þið að hann bregðist við þessu?" sagði Cascarino í samtali við vef Eurosport.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira