Báðust afsökunar á framkomu sinni 12. desember 2006 18:30 Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað. Kristinn Ingi Pétursson og kærasta hans komu fyrst að slysinu og hringdu strax á neyðarlínuna til að kalla út sjúkralið og til að fá upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að við fyrstu hjálp. Sá sem kom næstur að slysinu skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort búið væri að hringja í 112 og þegar þau játuðu því skrúfaði hann upp rúðuna og hélt leiðar sinnar. Þannig fór nokkur fjöldi bíla framhjá við hæla þeirra þar sem þau reyndu að hlúa að þeim slösuðu. Kristinn Ingi segist ekki hafa verið sérlega stoltur af þjóðerni sínu þennan daginn. Hann segist ekki vita hvort fólk hafi haldið að það væri að gera einhvern greiða með því að stoppa ekki en það hafi verið léttir þegar umferðin stöðvaðist loks. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í fréttum okkar í gær að margir þeirra sem töfust vegna slyssins hefðu sýnt fádæma óþolinmæði og dónaskap á slysstað. Eftir fréttina virtust þó einhverjir hafa séð að sér, því þó nokkur símtöl bárust frá vegfarendum sem vildu biðjast afsökunar á framkomu sinni en þeir höfuðu áður lýst óánægju með lokun vegarins. Lögreglan fagnar afsökunarbeiðnunum og vonar að eftirleiðis sýni vegfarendur meiri skilning við aðstæður sem þessar. Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað. Kristinn Ingi Pétursson og kærasta hans komu fyrst að slysinu og hringdu strax á neyðarlínuna til að kalla út sjúkralið og til að fá upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að við fyrstu hjálp. Sá sem kom næstur að slysinu skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort búið væri að hringja í 112 og þegar þau játuðu því skrúfaði hann upp rúðuna og hélt leiðar sinnar. Þannig fór nokkur fjöldi bíla framhjá við hæla þeirra þar sem þau reyndu að hlúa að þeim slösuðu. Kristinn Ingi segist ekki hafa verið sérlega stoltur af þjóðerni sínu þennan daginn. Hann segist ekki vita hvort fólk hafi haldið að það væri að gera einhvern greiða með því að stoppa ekki en það hafi verið léttir þegar umferðin stöðvaðist loks. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í fréttum okkar í gær að margir þeirra sem töfust vegna slyssins hefðu sýnt fádæma óþolinmæði og dónaskap á slysstað. Eftir fréttina virtust þó einhverjir hafa séð að sér, því þó nokkur símtöl bárust frá vegfarendum sem vildu biðjast afsökunar á framkomu sinni en þeir höfuðu áður lýst óánægju með lokun vegarins. Lögreglan fagnar afsökunarbeiðnunum og vonar að eftirleiðis sýni vegfarendur meiri skilning við aðstæður sem þessar.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira