Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt 14. desember 2006 16:46 MYND/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns. Dómsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns.
Dómsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira