
Enski boltinn
Portsmouth yfir gegn Arsenal

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni.