Kínverskur verkamaður slasaðist á Kárahnúkum í gær, þegar hann fékk á sig steypuklump í göngum þar sem nýbúið var að steypusprauta.
Samkvæmt upplýsingafulltrúa Impregilo er umferð undir svæðið bönnuð þegar nýbúið er að sprauta, en í kjölfar slyssins var vinna stöðvuð.
Maðurinn var fluttur á slysadeild í gær og er enn haldið þar til eftirlits. Samkvæmt vakthafandi lækni er hann ekki alvarlega slasaður, og verður líklega útskrifaður seinna í dag.