Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn

Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi.