Seðlabanki hækkar vexti um 0,25 prósentur 21. desember 2006 09:05 Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%. Krafa óverðtryggðra bréfa hafa hækkað talsvert og má nefna að RB0812 hefur hækkað um 0,3 prósentur sem er umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári. Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004. Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir meðal annars að hækkunin núna sé til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki hafi verið vanþörf á því "bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt, " segir í Morgunkorni. Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars. Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%. Krafa óverðtryggðra bréfa hafa hækkað talsvert og má nefna að RB0812 hefur hækkað um 0,3 prósentur sem er umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári. Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004. Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir meðal annars að hækkunin núna sé til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki hafi verið vanþörf á því "bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt, " segir í Morgunkorni. Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars. Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti.
Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira