Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun og segir að ekkert ferðaveður sé á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði vegna mikillar hálku og stórhríðar.
Vegfarendur eru varaðir við vatnavöxtum víða um land þar sem vatn gætiflætt upp á vegi. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum og mjög hvasst. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Hálkublettir og éljagangur eru víða á Vestfjörðum, ófært er um Eyrarfjall, þungfært og skafrenningur á Hrafnseyrarheiði.