Michael Essien hefur átt einn stærsta þáttinn í velgengni Chelesa það sem af er leiktíð, að sögn Didier Drogba, framherja liðsins. Drogba ausar lofi yfir Essien og segir hann jafn mikilvægan liðinu og John Terry og Frank Lampard.
"Hann hefur spilað hverju einustu mínútu á þessari leiktíð og er klárlega einn besti miðjumaður í heimi. Hann er í rauninni einstakur og er jafnvígur á miðjunni, í miðverðinum eða í hægri bakverðinum. Stuðningsmenn Chelsea vita núna af hverju hann var fenginn til liðsins," segir Drogba.