Leikmenn í Englandi í jólaskapi 23. desember 2006 16:57 Gary Neville fagnar marki Paul Scholes í dag. Hinn markaskorarinn, Cristiano Ronaldo, fylgist vel með. MYND/Getty Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. Topplið Manchester United var sannfærandi gegn Aston Villa á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur þar Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Paul Scholes eitt. Man. Utd. er nú með 47 stig á toppnum en Chelsea kemur næst með 43 stig, en liðið er nú að hefja sinn leik gegn Wigan á útivelli. Arsenal og Liverpool unnu bæði tiltölulega fyrirhafnarlausa sigra. Arsenal lagði Blackburn af velli, 6-2, þar sem Robin van Persie skoraði m.a. tvö mörk. Þrjú marka Arsenal komu á síðustu sjö mínútum leiksins, en Blackburn hafði komist yfir á 3. mínútu leiksins. Craig Bellamy og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Watford á heimavelli. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á undan Arsenal. Bolton og Portsmouth koma í næstu sætum eftir góða sigra í dag. Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Bolton í 2-0 útisigri á Man. City, en Portsmouth sigraði Sheffield United 3-1 eftir að hafa lent undir. Fyrr í dag hafði West Ham náð markalausu jafntefli gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald sem þýðir að hann er kominn í leikbann. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar Reading tapaði fyrir Everton, 0-2. Þá lék Hermann Hreiðarsson allan leikinn fyrir Charlton sem mátti þola enn eitt tapið - nú gegn Middlesbrough, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. Topplið Manchester United var sannfærandi gegn Aston Villa á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur þar Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Paul Scholes eitt. Man. Utd. er nú með 47 stig á toppnum en Chelsea kemur næst með 43 stig, en liðið er nú að hefja sinn leik gegn Wigan á útivelli. Arsenal og Liverpool unnu bæði tiltölulega fyrirhafnarlausa sigra. Arsenal lagði Blackburn af velli, 6-2, þar sem Robin van Persie skoraði m.a. tvö mörk. Þrjú marka Arsenal komu á síðustu sjö mínútum leiksins, en Blackburn hafði komist yfir á 3. mínútu leiksins. Craig Bellamy og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Watford á heimavelli. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á undan Arsenal. Bolton og Portsmouth koma í næstu sætum eftir góða sigra í dag. Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Bolton í 2-0 útisigri á Man. City, en Portsmouth sigraði Sheffield United 3-1 eftir að hafa lent undir. Fyrr í dag hafði West Ham náð markalausu jafntefli gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald sem þýðir að hann er kominn í leikbann. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar Reading tapaði fyrir Everton, 0-2. Þá lék Hermann Hreiðarsson allan leikinn fyrir Charlton sem mátti þola enn eitt tapið - nú gegn Middlesbrough, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira