Heitir á verslunina að lækka matarverð 23. desember 2006 18:30 Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og vísaði til þensluhvetjandi ríkisfjármála í aðdraganda kosninganna. Forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að matarverðslækkanir komi ekki til framkvæmda fyrr en rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar, ekki vera kosningarnar, heldur hafi tímasetningin verið undirbúin í fjögur ár með tilliti til þess hvar við yrðum stödd í hagsveiflunni. "Það er farið að hægja hér mjög á í hagkerfinu og þess vegna er þessi tímasetning hugsuð með tilliti til þess að hún komi ekki ofan í mikla þenslu, heldur þvert á móti. Þannig er þetta hugsað og þess vegna hefur þetta beðið allt kjörtímabilið," segir Geir H. Haarde. Aðspurður um efasemdir talsmanns neytenda um útreikninga stjórnvalda vegna lækkunar matarverðs sagði forsætisráðherra að honum hefði verið svarað í gær. "En menn verða að hafa það í huga að verðlag á Íslandi er frjálst. Það eru þeir sem ákveða verðið sem á endanum hafa mest að segja um það hvert það er." Aðspurður hvort hann óttist að heildsalar og smásalar taki verðlækkunina af fólki, sagðist Geir heita á þá og höfða til ábyrgðarkenndar þeirra um að standa með stjórnvöldum í þessu máli. Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og vísaði til þensluhvetjandi ríkisfjármála í aðdraganda kosninganna. Forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að matarverðslækkanir komi ekki til framkvæmda fyrr en rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar, ekki vera kosningarnar, heldur hafi tímasetningin verið undirbúin í fjögur ár með tilliti til þess hvar við yrðum stödd í hagsveiflunni. "Það er farið að hægja hér mjög á í hagkerfinu og þess vegna er þessi tímasetning hugsuð með tilliti til þess að hún komi ekki ofan í mikla þenslu, heldur þvert á móti. Þannig er þetta hugsað og þess vegna hefur þetta beðið allt kjörtímabilið," segir Geir H. Haarde. Aðspurður um efasemdir talsmanns neytenda um útreikninga stjórnvalda vegna lækkunar matarverðs sagði forsætisráðherra að honum hefði verið svarað í gær. "En menn verða að hafa það í huga að verðlag á Íslandi er frjálst. Það eru þeir sem ákveða verðið sem á endanum hafa mest að segja um það hvert það er." Aðspurður hvort hann óttist að heildsalar og smásalar taki verðlækkunina af fólki, sagðist Geir heita á þá og höfða til ábyrgðarkenndar þeirra um að standa með stjórnvöldum í þessu máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira