Bæjarráð Sandgerðisbæjar sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að það sé algjört forgangsatriði að koma olíunni úr Wilson Muuga á land hið fyrsta til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys af völdum olíumengunnar.
Þá segjast þeir hafa skilning á því að taka þurfi mið af aðstæðum á strandstað og taka um leið fram að bæjarráð eða starfsmenn bæjarins taka engan þátt í ákvarðanatöku eða framkvæmd aðgerða á strandstað.