Orðastríð Mourinho og Ferguson heldur áfram 25. desember 2006 14:30 Jose Mourinho og Alex Ferguson keppast við að koma hvorum öðrum úr jafnvægi í hverju viðtalinu á eftir öðru um þessar mundir. MYND/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því "allt hafi gengið upp hjá þeim." Síðustu tvær leiktíðir hefur Chelsea verið á toppi deildarinnar þegar jólin ganga í garð en nú hefur dæmið snúist við - Chelsea er í öðrum sæti á eftir Manchester United. Mourinho segir sögu síðustu tveggja ára þó engin áhrif hafa og er sannfærður um að þeir rauðklæddu muni brátt misstíga sig. "Við erum í frábærri stöðu. Fyrri helmingur tímabilsins er búinn, við höfum spilað 10 leiki á útivelli en níu á heimavelli. Við erum búnir að mæta Man. Utd. á Old Trafford og það munar aðeins tveimur stigum. Við höfum átt í miklum meiðslum og á næstu vikum munum við endurheimta fullt af þeim leikmönnum sem ekki hafa getað spilað mikið með okkur framan af. Þetta lítur mjög vel út," sagði Mourinho kokhraustur á aðfangadagsmorgun. "Man. Utd. á ekki við nein vandamál að stríða. Allir leikmenn eru heilir heilsu og þeir spila sama liði leik eftir leik. Það hefur allt gengið upp. Á sama tíma vantar okkur besta markvörð í heimi (Peter Cech) og Joe Cole. Við höfum líka fengið fleiri spjöld, fleiri leikbönn og fleiri umdælda dóma. Samt munar aðeins tveimur stigum. Ég held að við verðum miklu sterkari núna eftir áramót." Á síðustu leiktíð var þetta allt öðruvísi. Þá gekk allt upp hjá okkur en Man. Utd. átti í miklum meiðslavandræðum. Við vorum með einhverja 15-16 stiga forystu um jólin og það var einfaldlega of stórt bil fyrir Man. Utd. Eftir áramót lentum við í vandræðum og Man. Utd. náði að saxa á forskotið. En það var einfaldlega of stórt. Nú er munurinn aðeins tvö stig. Við sjáum til hvað gerist," sagði Mourinho að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því "allt hafi gengið upp hjá þeim." Síðustu tvær leiktíðir hefur Chelsea verið á toppi deildarinnar þegar jólin ganga í garð en nú hefur dæmið snúist við - Chelsea er í öðrum sæti á eftir Manchester United. Mourinho segir sögu síðustu tveggja ára þó engin áhrif hafa og er sannfærður um að þeir rauðklæddu muni brátt misstíga sig. "Við erum í frábærri stöðu. Fyrri helmingur tímabilsins er búinn, við höfum spilað 10 leiki á útivelli en níu á heimavelli. Við erum búnir að mæta Man. Utd. á Old Trafford og það munar aðeins tveimur stigum. Við höfum átt í miklum meiðslum og á næstu vikum munum við endurheimta fullt af þeim leikmönnum sem ekki hafa getað spilað mikið með okkur framan af. Þetta lítur mjög vel út," sagði Mourinho kokhraustur á aðfangadagsmorgun. "Man. Utd. á ekki við nein vandamál að stríða. Allir leikmenn eru heilir heilsu og þeir spila sama liði leik eftir leik. Það hefur allt gengið upp. Á sama tíma vantar okkur besta markvörð í heimi (Peter Cech) og Joe Cole. Við höfum líka fengið fleiri spjöld, fleiri leikbönn og fleiri umdælda dóma. Samt munar aðeins tveimur stigum. Ég held að við verðum miklu sterkari núna eftir áramót." Á síðustu leiktíð var þetta allt öðruvísi. Þá gekk allt upp hjá okkur en Man. Utd. átti í miklum meiðslavandræðum. Við vorum með einhverja 15-16 stiga forystu um jólin og það var einfaldlega of stórt bil fyrir Man. Utd. Eftir áramót lentum við í vandræðum og Man. Utd. náði að saxa á forskotið. En það var einfaldlega of stórt. Nú er munurinn aðeins tvö stig. Við sjáum til hvað gerist," sagði Mourinho að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira