Tveir bílar skullu á vegatálmum úr steypu með stuttu millibilli við Grindavíkurafleggjara í dag. Bílarnir skemmdust ekki mikið og engin slys urðu á fólki. Talið er að hálka á veginum hafi verið sökudólgurinn að þessu sinni.
Vegatálmarnir sem bílarnir lentu á eru sams konar og voru notaðir vegna framkvæmda við Reykjanesbraut nýlega. Þar lést maður eftir að bíll sem hann var farþegi í klessti á þá.