Norðurljós og snjór heilla 25. desember 2006 18:34 Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. Það sem helst var við að vera fyrir útlendinga voru ferðir í Bláa Lónið, Gullfoss og Geysi. Þá var eitthvað um hestaferðir og jeppaferðir fyrir utan höfuðborgina. Ástæður þess að fólk ákveður að dvelja á Íslandi yfir jólin eru afar mismunandi. Dennis Eveleigh frá Englandi fór í Bláa Lónið í dag með konu sinni, hann segist velja lónið fram yfir að vera bara heima, horfa á sjónvarp og borða kalkún. Stephen og Sonja Graham frá Birmingham í Bretlandi fara eitthvað um hver jól, en segja samanburðinn við Egyptaland í fyrra vera heitt, og kalt. Þeim finnst landslagið hér þó taka Egyptalandi fram og lýsa því sem stórkostlegu. Mæðgurnar Camel og Sara Donohue eru alla leið frá Victoria í Ástralíu. Þær áttu ekki von á snjó, en voru himinlifandi að vakna upp við snjókomu. Mæðgurnar hafa eytt jóladegi í að labba um bæinn og njóta þess að vera í snjónum. Margir ferðamannanna biðu eftir ákvörðun um norðurljósaferð hjá Kynnisferðum í kvöld, og Stephen og Sonja ætla ekki að missa af þeirri henni ef af verður. Þau hafa aldrei séð norðurljós og segja það verða hápunkt ferðarinnar ef það tekst. Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. Það sem helst var við að vera fyrir útlendinga voru ferðir í Bláa Lónið, Gullfoss og Geysi. Þá var eitthvað um hestaferðir og jeppaferðir fyrir utan höfuðborgina. Ástæður þess að fólk ákveður að dvelja á Íslandi yfir jólin eru afar mismunandi. Dennis Eveleigh frá Englandi fór í Bláa Lónið í dag með konu sinni, hann segist velja lónið fram yfir að vera bara heima, horfa á sjónvarp og borða kalkún. Stephen og Sonja Graham frá Birmingham í Bretlandi fara eitthvað um hver jól, en segja samanburðinn við Egyptaland í fyrra vera heitt, og kalt. Þeim finnst landslagið hér þó taka Egyptalandi fram og lýsa því sem stórkostlegu. Mæðgurnar Camel og Sara Donohue eru alla leið frá Victoria í Ástralíu. Þær áttu ekki von á snjó, en voru himinlifandi að vakna upp við snjókomu. Mæðgurnar hafa eytt jóladegi í að labba um bæinn og njóta þess að vera í snjónum. Margir ferðamannanna biðu eftir ákvörðun um norðurljósaferð hjá Kynnisferðum í kvöld, og Stephen og Sonja ætla ekki að missa af þeirri henni ef af verður. Þau hafa aldrei séð norðurljós og segja það verða hápunkt ferðarinnar ef það tekst.
Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira